Saga Fríforms

Fríform var stofnað um áramótin 2000 af feðgunum Viðari Kornerup-Hansen og Birni Leví Viðarssyni.

Fyrsta árið var Fríform til húsa í Hátúni 6a í Reykjavík
en í mars 2001 flutti Fríform í eigið húsnæði að Askalind 3 í Kópavogi og hefur verið með starfsemi þar allar
götur síðan.

Fyrirtækið

Fríform hefur frá upphafi flutt inn og boðið upp á heildarlausn þegar kemur
að innréttingum. Við flytjum inn hágæða danskar innréttingar frá Nettoline sem
eru staðsettir í Herning á Jótlandi. Við höfum í samstarfi við Nettoline sérhæft okkur
í sölu á eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingum sem og fataskápum fyrir forstofu
og svenherbergi ásamt því að vera með margar aðrar lausnir fyrir hin ýmsu rými.

Við höfum einnig frá upphafi sérhæft okkur í sölu á rennihurðafataskápum
frá KA Interiør sem er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig framleiðslu á vönduðum rennihurðaskápum sem eru sérsmíðaðir eftir þörfum hvers og eins.

Þessu til viðbótar seljum við einnig plastlagðar borðplötur, sólbekki, límtrésborðplötur
og eldhúsvaska frá TMK og Horn í Danmörku. Að auki seljum við raftæki fyrir eldhúsið
frá ELBA, BORA, AEG og fleiri viðurkenndum aðilum.

Persónuleg Þjónusta

Fríform rekur eigið trésmíðaverkstæði þar sem fram fer samsetning
og breytingar.

Þá bíður Fríform fagmenn, sem geta annast uppsetningu
á innréttingum, rennihurðaskápum, borðplötum o.fl.

Við rekum einnig eigið raftækjaverkstæði þar sem við sjáum
um þjónustu á þeim raftækjum sem við seljum.

Allt á sama stað

Þegar þú verslar við Fríform færðu alla þjónustu á sama stað.

Í sýningarsal Fríforms er mikið úrval af innréttingum, raftækjum o.fl. Sölumenn okkar búa yfir þekkingu og reynslu.

Þú kemur með eða sendir okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu, svefnherberginu og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð.

Við höfum ávallt lagt áherslu á hagstætt verð, stuttan afgreiðslutíma og 10 ára ábyrgð er á öllum innréttingum frá Fríform.

Starfsfólk

Björn Leví Viðarsson
blv@friform.is

Úlfhildur Daníelsdóttir
Hönnun og sala
ulfhildur@friform.is

Björn Valsson
Hönnun og sala
bvalsson@friform.is

Guðmundur Þórisson
Smiður - Verktaki
821 6303

Samúel Páll Magnússon
Rafvirki - Viðgerðir
samuelpallm@gmail.com
893 1205